Þriðjudaginn 24. janúar sl. bauð SSSK upp á  námskeið fyrir skólastjórnendur um ánægju og vellíðan á vinnustað. Á námskeiðinu var farið yfir grundvallaratriði varðandi starfsánægju og samskipti, samskiptafærni, fjallað um viðhorf til verkefna, og vinnustaðar. Sérstaklega var unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sá um námskeiðið og var með framsögu.

Námskeiðið var mjög vel sótt og almenn ánægja með námsefnið og fyrirlesarann.

Nánari upplýsingar um Sigríði Huldu