Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, tók þátt á pallborðsumræðum um hæfniskröfur á norrænum vinnumarkaði í grænni framtíð.

Umræðan, sem fór fram í Hörpu þann 1. desember, var hluti af fjölmennum þríhliða samtali sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hélt undir yfirskriftinni „Green Transition on the Nordic Labor Market: A Tripartite Dialogue“. Samtalið var hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og byggðist á viljayfirlýsingu Reykjavik Memorandum of Understanding.

Andrés sagði m.a. frá Samstarfssamningi SVÞ og VR/LÍV til að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum fram til ársins 2030, þar sem markmiðað er m.a. að 80% starfsfólks í greininni fái árlega sí og endurmenntun til ársins 2030 til að efla hæfni sína á umbreytingatímum.

Samstarfssamningurinn vakti mikla athygli á ráðstefnunni og jafnvel talinn geta orðið fyrirmynd fyrir sambærilega samninga á norrænum vinnumarkaði.

Sjá frétt um ráðstefnuna inná vef Félags-og vinnumarkaðsráðuneytisins HÉR.
Sjá frétt um Samstarfssamning SVÞ og VR/LÍV inná vef SVÞ HÉR.