Samtal og sókn með sérfræðingum og hagaðilum um millilandasamgöngur. 

Samtal og sókn er röð viðburða sem tengjast skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum og rýni á möguleika til að ná megi markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Þann 14. mars nk. kl. 14 býður Loftslagsráð upp á streymi frá samtali sérfræðinga og hagaðila um millilandasamgöngur. Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu Íslands, sóknarfæri og raunhæfar leiðir til að ná markmiðum í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá millilandasamgöngum (flugi og siglingum) og vörður á vegferð í átt að kolefnishlutleysi. Lagt er upp með eftirfarandi megin spurningar:

  • Hver er staðan í dag og hvernig vörðum við leiðina að markmiðum til framtíðar?
  • Hvernig er þróun á kerfum sem ætlað er að halda utan um og hvetja til minni losunar?
  • Hvar og hvernig geta íslensk stjórnvöld beitt sér? Er verið að gera nóg?
  • Hvar og hvernig geta hagaðilar/fyrirtæki beitt sér? Er verið að gera nóg?
  • Hvað getum við lært af öðrum þjóðum og alþjóðasamstarfi?

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTT INNÁ VEF LOFTLAGSRÁÐS OG FÁ SLÓÐ Á STREYMI

Myndefni frá Loftlagsráði.