SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA

 

Kristján Guðmundsson
Sigurður Ingibergur Björnsson

SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 

Tilgangur samtakanna er:

  1. að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
  2. að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
  3. að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
  4. að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.

 

Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja kjörin á aðalfundi samtakanna 30.mars 2023.

Dagný Jónsdóttir, formaður

Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Kristján Guðmundsson og Sigurður Ingibergur Björnsson.
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán Einar Matthíasson og Þórarinn Guðnason.

 

SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.

Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.

 

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum

Lifandi streymi af fundi SA og SVÞ, Heilbrigðismál á krossgötum kl. 16:00 þann 25. ágúst þar sem erindi halda m.a. Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, stofnandi Heilsugæslunnar á Höfða og fleiri með reynslu af íslensku heilbrigðiskerfi.

Lesa meira
Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA eru meðal þeirra sem halda erindi á sérstökum fundi SA og SVÞ um heilbrigðismál 25. ágúst…

Lesa meira