SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA
Kristján Guðmundsson
Sigurður Ingibergur Björnsson
SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
Tilgangur samtakanna er:
- að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
- að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.
Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja kjörin á aðalfundi samtakanna 30.mars 2023.
Dagný Jónsdóttir, formaður
Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Kristján Guðmundsson og Sigurður Ingibergur Björnsson.
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán Einar Matthíasson og Þórarinn Guðnason.
SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.
Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða
Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu.
Samskiptareglur milli lækna og lyfjafyrirtækja hafa sannað gildi sitt
Undirritaður hefur verið uppfærður samningur um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf. Reglur sem þessar hafa sannað gildi sitt…
Fréttatilkynning: Samkeppnishömlur við hugbúnaðarkaup í heilbrigðisþjónustu
Samkeppniseftirlitið leggur mat á hvort tilefni sé til rannsóknar á athöfnum einkaaðila og opinberra á markaði fyrir rafrænar sjúkraskrár og tengdar lausnir.
Fjölmenni á málþingi um annmarka á ríkiskaupum í heilbrigðisþjónustu
Fjölmenni var á Hótel Reykjavík Natura sl. þriðjudag þar sem fjallað var um annmarka við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu.