SAMTÖK ÖKUSKÓLA

Stefnuskrá Samtaka ökuskóla

  1. Að gæði ökunáms á Íslandi standist samanburð við það sem best gerist í Evrópu.
  2. Að fagleg sjónarmið séu ráðandi í öllu starfi skólanna.
  3. Að styðja hið opinbera í öllu sem til heilla horfir fyrir umferðina.
  4. Að sjálfstætt starfandi ökuskólar sem hafa ökunám sem megin starfsemi sína annist allt ökunám til aukinna ökuréttinda og bóklegt nám fyrir alla réttindaflokka. Þá skulu þeir einnig annast alla endurmenntunn ökumanna í landinu. (Þrátt fyrir framanritað gera samtökin ekki athugasemd við að atvinnulífið annist að hluta til skyldubundna endurmenntun atvinnubifreiðastjóra).
  5. Að nám til atvinnuréttinda sé í samræmi við þarfir og óskir atvinnulífsins á hverjum tíma.
  6. Að ökuskólar innan samtakanna annist öll bókleg próf til ökuréttinda og skulu þau framkvæmd á tölvu þannig að Umferðarstofa sem eftirlitsaðili geti sinnt lögbundnu eftirliti sínu.
  7. Að verkleg ökupróf séu á opnum markaði þ.e. hver sá aðili sem uppfyllir kröfur Umferðarstofu getur tekið að sér verkleg próf til ökuréttinda.
  8. Að prófdómari til verklegra ökuprófa sé með grunnmenntun sem ökukennari, að viðbættu sérstöku námi fyrir prófdómendur. Þá skal hann hafa að lágmarki sex mánaða starfsreynslu sem ökukennari í þeim flokki ökuréttinda sem viðkomandi má prófa í.
  9. Að þar sem ökuréttindi hér á landi eru gefin út með hliðsjón af kröfum Evrópusambandsins til ökunáms og prófa, telja samtökin að gera þurfi raunhæfar kröfur um staðarval þar sem taka megi verkleg ökupróf.
  10. Að allir nemendur til ökuréttinda skuli hafa lokið verknámi í ökugerði.
  11. Að ökuskólar samtakanna uppfylli ákveðnar gæðakröfur og séu til fyrirmyndar í umhverfismálum.
  12. Að ökutæki í verklegri kennslu séu að jafnaði ekki eldri en 10 ára og séu búinn nýustu tækni á hverjum tíma.
  13. Að ökuskólar samtakanna skuli hafa góða aðstöðu til kennslu bæði fyrir bóklega og verklega sýnikennslu:
    1. Fyrir bóklega kennslu skulu kennslustofur búnar fullkomnasta kennslu búnaði sem völ er á hverju sinni.
    2. Fyrir verklega kennslu skal vera aðstaða til að taka ökutæki inn í upphitaða aðstöðu fyrir sýnikennslu.
  14. Að kennurum ökuskóla í samtökunum sé tryggð árleg eftirmenntun. Hún skal taka mið af nýjustu tækni ökutækja og breytingum á lögum og reglum.