Samtök sjálfstæðra skóla

logo-ssskTilgangur Samtaka sjálfstæðra skóla er að gæta hagsmuna sjálfstæðra skóla, efla samheldni þeirra, skapa vettvang til skoðanaskipta og vera í fyrirsvari fyrir sjálfstæða leik- og grunnskóla gagnvart opinberum aðilum.

Aðilar að samtökunum geta verið þeir skólar sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum.

Stofnfundur samtakanna var haldinn 10. mars 2005. Á stofnfundinum tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, til máls. Hún fagnaði stofnun samtakanna og taldi brýna nauðsyn á að samtökin gætu miðlað upplýsingum til hagsmunaaðila, fjölmiðla, ríkisvalds og sveitarfélaga. Sagði hún að tryggja þyrfti valfrelsi í skólamálum og að sjálfstæðir skólar væru ekki ógnun við menntakerfi landsins heldur tækifæri til að auka við menntunina í landinu.

Saga skólanna (pdf) – útgefin í tilefni 10 ára afmælis SSSK
Smelltu á myndina til að skoða

kapa-sssk_afmaelisrit-2

icon-starfatorg-sssk