Fræðsla

Matreiðslunámskeiðið “ Eldað með Dóru og kvenfélögunum“

Föstudaginn 20. febrúnar nk. verður í boði námskeið  fyrir starfsfólk sjálfstætt starfandi skóla, matráða eða hvern þann sem hefur áhuga á þessu efni og telur það gagnast sér.Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari leiðbeinir þátttakendum og eldar úr því sem er til í ísskápnum.

zero_waste.jpgNú er mikil vakning í samfélaginu um umhverfismál og hluti af því er sú mikla matarsóun sem á sér stað í heiminum. Í því tilefni vilja SSSK vekja athygli ykkar á námskeiðinu „Eldað með Dóru og kvenfélögunum“ .  Námskeiðið er hluti af stærra verkefni sem kallast Zero Waste sem er samstarfsverkefni Kvenfélagasambandsins, Landverndar og Vakanda og hægt er að fræðast um það hér: www.matarsoun.is

Dagur: Föstudagur 20. febrúar
Tími: 13.00 – 17.00
Staðsetning: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12
Verð: 5.000 kr.
Skráning: gudbjorg@svth.is

Nánari upplýsingar um námskeiðið.

Námskeið um erfið starfsmannamál

Námskeið um erfið starfsmannamál

Þriðjudaginn 17. mars nk. milli kl. 8.30-15.00 gefst stjórnendum skóla innan SSSK tækifæri til að sækja námskeið um erfið starfsmannamál á vegum samtakanna.

Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun mun sjá um kennsluna. Þessi námskeið Eyþórs hafa gefist mjög vel og hafa fengið frábæra dóma.

Staður: Fundarsalurinn Kvika, 1. hæð Húsi atvinnulífsins
Tími: Þriðjudagur 17. mars kl. 8.30-15.00
Verð: 18.000,- innifalið: kennsla, hádegisverður og kaffiveitingar
Skráning: gudbjorg@svth.is

Nánari upplýsingar um námskeiðið.