FRAMTÍÐARSÝN Í SKÓLAMÁLUM

Staða sjálfstætt starfandi skóla í náinni framtíð

Þriðjudaginn 25. febrúar nk. milli kl. 15-17 standa SSSK – Samtök sjálfstæðra skóla fyrir spennandi ráðstefnu undir yfirskriftinni „Framtíðarsýn í skólamálum“.

Gestir fundarins verða Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Dr. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.

Eftir framsögu gesta gefst tækifæri til spurninga og spjalls. Stefnt er að því að ráðstefnan verði á frekar óformlegum nótum.

Fundað verður í Kviku glæsilegum nývígðum fundasal á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Við hvetjum alla til að mæta. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið: gudbjorg@svth.is