Um samtökin

Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð 10. mars 2005. Nær allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins hafa gerst aðilar að samtökunum.

Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna sjálfstæðra skóla, efla samheldni þeirra, skapa vettvang til skoðanaskipta og vera í fyrirsvari fyrir sjálfstæða leik- og grunnskóla gagnvart opinberum aðilum. Aðilar að samtökunum geta verið þeir skólar sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum.