Það var mikið rætt og hlegið á einstaklega gagnlegum og skemmtilegum morgunfyrirlestri um þjónustusímsvörun með þjónustusérfræðingnum Margréti Reynisdóttur hjá Gerum betur. Ekki spillti fyrir að með henni var góður gestur, Örn Árnason leikari, sem fór á kostum við að glæða lífi hin ýmsu dæmi sem læra mátti af. Líflegar umræður spunnust og óhætt að segja að allir hafi farið reynslunni ríkari frá okkur þann morguninn.

Í tilefni af fyrirlestrinum býður Margrét sérkjör á nýútkominni bók sinni um þjónustusímsvörun næstu þrjár vikurnar. Og hún gerir enn betur og býður sértilboð á rafrænu námskeið um sama efni. Þú getur nálgast bókina hér og námskeiðið hér og með kóðanum svth færðu 20% afslátt.