Samtök verslunar og þjónustu og Nasdaq Iceland (Kauphöllin) efna til síðdegisfundar um verðbréfamarkaðinn, miðvikudaginn 27. mars kl. 16:00 – 17:30 hjá Kauphöllinni, Laugavegi 182.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland fer yfir stöðuna á markaði og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags, fer yfir sjö ára reynslu sína af því að stjórna skráðu félagi, hvernig markaðurinn hefur nýst Reginn í að vaxa og dafna og framtíðarsýn þeirra.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum SVÞ og eru þeir hvattir til að mæta og kynnast starfsemi Nasdaq á Íslandi.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á saradogg(hjá)svth.is