Við vekjum athygli á fréttatilkynningu frá Ríkisskattstjóra sem snertir alla lögaðila sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá, þ.m.t útibú erlendra hlutafélaga og einkahlutafélaga:

Á grundvelli laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda þurfa allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá að skrá raunverulega eigendur sína inn á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is.

Frestur til skráningar er til 1. mars 2020

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skattsins, www.rsk.is/raunverulegur