Evrópusamtök verslunarinnar, EuroCommerce hafa gefið út rafrænan bækling sem ætlaður eru til að leiðbeina smásölum og öðrum seljendum vöru og þjónustu, um hvernig best verði staðið að innleiðingu á notkun snertilausra greiðslukorta og greiðslna sem fara fram í gegn um síma. Til þess að geta nýtt sér þessa nýju greiðslumiðlun á sem bestan hátt er nauðsynlegt að kynna sér hvaða búnaður er nauðsynlegur og ekki síður hvernig þjálfa skal starfsfólk í notkun á þessari nýju aðferð.

Bæklingur er til frjálsra afnota fyrir aðildarfyrirtæki SVÞ og má nálgast hér.