Eftirfarandi orðsending hefur borist frá almannavarnarnefnd Ríkislögreglustjóra:

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19.

Ráðleggingar Landlæknis varðandi heftingu á smiti lúta meðal annars að því að huga vel að yfirborðsflötum t.d. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám.

Okkur langar að biðla til ykkar að hjálpa okkur að koma þessum tilmælum á framfæri við ykkar viðskiptavini og hvetja þá til að nota snertilausar greiðslulausnir í sínum viðskiptum. Á þann hátt sleppa viðskiptavinir við að slá inn lykilorð.

Á vef embætti landlæknis er að finna ítarlegar upplýsingar sem við hvetjum alla að fylgjast vel með https://www.landlaeknir.is/.