Spennandi fræðslufundur Litla Íslands föstudaginn 10.nóvember

Spennandi fræðslufundur Litla Íslands föstudaginn 10.nóvember

Viltu finna nýja viðskiptavini og um leið varðveita þá sem fyrir eru? Viltu auka arðsemi fyrirtækisins? Þá ættir þú að skella þér á morgunfund Litla Íslands föstudaginn 10. nóvember kl 9-10 í Húsi atvinnulífsins og hlusta á Bjarka Pétursson, sölu- og markaðsstjóra hjá Zenter. Það margborgar sig. Það kostar ekkert inn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Ef þú kemst ekki horfir þú bara á beina útsendingu Sjónvarps atvinnulífsins á www.litlaisland.is. Kraftmikið kaffi fyrir þá sem mæta á staðinn!

Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)

SKRÁNING HÉR