Sigurður Svansson, einn af stofnendum SAHARA og yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins ásamt Elvari Andra Guðmundssyni, samfélagsmiðlafulltrúa hjá SAHARA munu halda erindi um Facebook spjallmenni (e.chatbots) og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þau spennandi tækifæri sem þeir bjóða upp á.

Markaðssetning í gegnum spjallforrit eins og Facebook Messenger hefur verið að aukast umtalsvert á síðustu misserum í takt við breytta hegðun neytenda á samfélagsmiðlum.

Í þessu breytingum felast spennandi tækifæri fyrir fyrirtæki, bæði í formi betra þjónustustigs með sjálfvirkum svörum við algengum spurning, virðisaukandi upplýsingagjöf, sölu og öðruvísi nálgunum til að tengjast núverandi og nýjum viðskiptavinum.

Á fyrirlestrinum munu þeir félagar fara almennt yfir notkunarmöguleika á spjallmennum, tæknilega hlið þeirra, reynslusögur frá fyrirtækjum og hugmyndir hvernig fyrirtæki gætu nýtt sér þessa nýju lausn.

Hvenær: 6. nóvember kl. 8:30-10:00

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Frítt fyrir félaga í SVÞ. Aðrir greiða 2.500 kr.

 

SKRÁNING – Fyrirlestur um Facebook Messenger Bots

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 8:30-9:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required
Ertu félagi í SVÞ?