Undirbúningsfundur að stofnun faghóps um stafræna verslun var haldin í Húsi atvinnulífsins 29. október sl. Rætt var um í hvers konar málefnum slíkur hópur gæti beitt sér og ákveðið að stefna að formlegum stofnfundi mánudaginn 12. nóvember næstkomandi.
Helstu mál sem talið var að faghópurinn gæti beitt sér í voru:
- Slæm samkeppnisstaða íslenskra netverslana gagnvart erlendum samkeppnisaðilum
- Hár flutnings- og sendingarkostnaður sem hamlar dreifingu
- Þjónustugæði flutnings- og sendingarþjónustu
- Afnám niðurgreiðslna póstflutninga frá Kína vegna alþjóðlegra samninga
- Tolla- og virðisaukaskattsmál í tengslum við stöðu íslenskra verslana gagnvart erlendri samkeppni
- Flækjustig tollamála og annarrar pappírsvinnu við útflutning, þ.e. fyrir sölu úr íslenskum vefverslunum inn á erlenda markaði
- Skortur á aðgengi að sjóðum sem styrkt geta nýsköpun í stafrænni verslun
- Nauðsyn þess að efla menntun á sviði stafrænnar verslunar
SVÞ hvetur alla þá sem koma að einhverju leyti að stafrænni verslun til að taka þátt í starfinu; vefverslanir, tæknifyrirtæki sem þjónusta stafræna verslun, flutningageirinn, markaðsfyrirtæki og aðrir.
Stofnfundurinn verður haldinn mánudaginn 12. nóvember nk. kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins.
Þátttökurétt hafa allir þeir sem eru aðilar að SVÞ. Skráningarsíðu samtakanna má finna hér.
Þeir sem sækja ætla fundinn eru beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan: