STAFRÆN VIÐSKIPTI
Innan SVÞ starfar faghópurinn Stafræn viðskipti á Íslandi sem gætir hagsmuna félagsmanna tengt öllu sem varðar stafræn mál og þróun (e. digital transformation). Hópurinn heldur einnig út Facebook hóp þar stafrænu málin eru rædd og miðlað er gagnlegu efni og upplýsingum sem málinu tengjast.
Á aðalfundi hópsins þann 27. október 2020 var eftirfarandi stjórn kosin:
Formaður til 2 ára: Edda Blumenstein, beOmni
Meðstjórnandi til 2 ára: Ósk Heiða Sveinsdóttir, Pósturinn
Meðstjórnandi til 2 ára: Hannes A. Hannesson, TVGXpress
Meðstjórnandi til 1 árs: Hanna Kristín Skaftadóttir, Poppins & Partners
Meðstjórnandi til 1 árs: Dagný Laxdal, Já
Varamaður til 2 ára: Guðmundur Arnar Þórðarson, Intellecta
Varamaður til 1 árs: Hörður Ellert Ólafsson, Koikoi
Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun
Þann 11. mars sl. birtist viðtal við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ, í Markaðnum. Í viðtalinu ræðir Jón Ólafur sterkar vísbendingar um að íslenskt atvinnulíf sé að dragast aftur úr þegar kemur að stafrænni þróun og þar með að missa samkeppnishæfni sína á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræðir einnig tillögur SVÞ í málunum.
20-30% verslunar verður komin á netið innan skamms tíma
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, mætti Í bítið á Bylgjunni til að ræða breytingar í verslun með aukinni netverslun, greiðslumiðlanir og stafræna þróun.
Hugarfarsbreyting er stærsta áskorunin
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifar í Kjarnann um þær nauðsynlegu breytingar á hugarfari sem þurfa að verða til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs í stafrænum heimi.
Facebook hópur fyrir félagsmenn helgaður stafrænni verslun
Nýr Facebook hópur hefur verið settur á laggirnar í tengslum við Faghóp stafrænnar verslunar innan SVÞ. Hópurinn er fyrir félagsmenn SVÞ sem hafa áhuga á efni tengdu stafrænni verslun, omnichannel og tengdum málum.