Annar fundur í fundaröðinni Menntun og mannauður var haldinn þriðjudaginn 18. október í Húsi atvinnulífsins. Að þessu sinni var fjallað um starfsþjálfun í fyrirtækjum og svokallað TTRAIN (e. Tourism training) verkefni, sem er nýtt og snýst um að mennta fólk í ferðaþjónustu sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna í fyrirtækinu og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og geta jafnframt nýst fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum.

Fundarstjóri var María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og var fundinum jafnframt sýndur í beinni útsendingu.

Sjá nánar hér.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni þriðja þriðjudagsmorgun í mánuði og mun standa til vors 2017.

Næsti fundur verður haldinn 15. nóvember.