Gestir ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ fylltu salinn hjá Hilton Nordica hótel fimmtudaginn 16.mars s.l.

Ráðstefnustjórinn, Bergur Ebbi Benediktsson, sá um að kynna stútfulla dagskrá með áhugaverðum erindum frá ráðherrunum sem og sérfræðingum á sviði sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarfærni á vinnumarkaði fyrir verslun og þjónustu.

Í lok ráðstefnunnar undirrituðu ný-endurkjörnir formenn SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og LÍF sérstakan samstarfssamning um aukna hæfni starfsfólks í verslunar og þjónustu (sjá frétt hér).

Upptökur frá ráðstefnunni munu verða fljótlega aðgengilegar fyrir félagsfólk SVÞ hér á innra neti samtakanna.

Þetta örstutta stemningsmyndband segir meira en mörg orð.