Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 11:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Faghópurinn verður vettvangur fyrir vefverslanir, tæknigeirann og flutningageirann til að koma á framfæri sínum áherslum.

Horft er m.a. til þess sem Svensk Digital Handel hefur verið að gera en Svíar hafa verið í fararbroddi í stafrænni verslun á Norðurlöndunum.

Félagsmenn í þessum geira eru hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í að móta starfið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eru ekki nú þegar aðilar geta skráð sig í SVÞ hér.