Morgunblaðið fjallar í dag um skipt­ar skoðanir á frum­varpi til laga um breyt­ingu á áfeng­is­lög­um sem Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra flutti fyr­ir Alþingi 25. maí sl. sam­kvæmt fram­komn­um um­sögn­um frá Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins (ÁTVR), Fé­lagi at­vinnu­rek­enda (FA), Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) o.fl.

Mark­mið frum­varps­ins er að heim­ila þrönga und­anþágu frá einka­leyfi ÁTVR á smá­sölu áfeng­is með því að heim­ila smærri áfeng­is­fram­leiðend­um sem upp­fylla ákveðin skil­yrði lag­anna að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað.

Frum­varp sama efn­is hef­ur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki af­greitt. Nú­ver­andi frum­varp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna um­sagna sem bár­ust við frum­varpið í fyrra.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA