RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar til innlendra verslana eftir tillögum að jólagjöf ársins!

Nú er komið að hinu árlega verkefni RSV um jólagjöf ársins!
Jogging gallinn varð fyrir valinu í fyrra en hvað verður í jólapakkanum í ár?

Verkefnið fer þannig fram að upplýsinga er aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV, sem skipaður er völdum neytendafrömuðum, mun svo koma saman og velja jólagjöf ársins út frá gefnum upplýsingum og forsendum.

Niðurstaðan verður að þessu sinni birt þann 1. desember nk.

Til að fá upplýsingar um hvaða vörur seljast best í aðdraganda jóla leitum við til ykkar sem rekið verslanir í landinu. Við tryggjum að gagnaskil fari fram með einföldum hætti svo þátttaka verði sem minnst íþyngjandi.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt! Hverjar verða þrjár mest seldu vörurnar í þinni verslun á tímabilinu 1. október til 20. nóvember?

Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á netfangið rsv@rsv.is. Tilkynning um þátttöku skal innihalda upplýsingar um nafn verslunar og tengilið hennar.
Þátttakendur fá sendar upplýsingar um vefform fyrir gagnaskil í tölvupósti. Einnig er hægt að óska eftir símtali og skila þannig upplýsingunum munnlega. Gagnaskil fara fram dagana 21.-24. nóvember nk.