Í tilefni af opinni ráðstefnu SVÞ á morgun, fimmtudaginn 14. mars, var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf., í viðtali hjá Heimi og Gulla Í bítinu á Bylgunni í morgun.

Óhætt er að segja að Þorbjörg hafi látið íslenskt atvinnulíf og opinbera geirann heyra það. Benti hún m.a. á skort á starfrænni stefnu fyrir Ísland og sagði okkur ekki vera eins framarlega og við höldum.

Viðtalið má heyra hér.

Ráðstefnan ber yfirskriftina Keyrum framtíðina í gang! og mun Þorbjörg Helga stíga á stokk, en aðalræðumaður er Greg Williams, aðalritstjóri tímaritsins WIRED. Frekari upplýsingar og skráning er hér: https://svth.is/keyrum-framtidina-i-gang/