…ER ÞAÐ EKKI ALVEG KJÖRIÐ

LEITAÐ ER TILLAGNA UM ÞRJÁ MEÐSTJÓRNENDUR OG FORMANN Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS

Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.

Þrír stjórnarmenn og formaður taka sæti til næstu tveggja starfsára.

Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.

Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar.
Aðalfundur verður haldinn 16. mars nk.

Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.

Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2023/2024:

  • – Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaupum
  • – Edda Rut Björnsdóttir, Eimskip Ísland ehf.
  • – Brynjúlfur Guðmundsson, Artasan ehf.

Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Formaður er kosinn fyrir næstu tvö starfsár.

Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is

Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 16. febrúar 2023.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.

Kjörnefnd SVÞ