Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.

Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.

Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.