Hvernig færðu fólk til að skrá sig á póstlistann þinn?

 

Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og SAF

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 22. janúar kl. 8:30-10:00

Í framhaldi af námskeiði með Þórönnu sem haldið var síðastliðið haust um áhrifaríka markaðssetningu með tölvupósti, verður nú boðið upp á námskeið í því hvernig byggja má upp tölvupóstlista fyrirtækisins til notkunar í markaðssetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrra námskeiðið.

Farið verður yfir hinar ýmsu leiðir til að fá fólk til að skrá sig á listann, svo sem: 

  • Staðsetningar skráningarforma á vefnum 
  • Notkun samfélagsmiðla við að byggja upp póstlistann 
  • Notkun efnis til að fá fólk á listann (efnismarkaðssetning)

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-

Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.

Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 21. janúar.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.