Fáðu tölvupóst!

Við hjá SVÞ leggjum okkur fram um að fylgja lögum, reglum og góðum samskiptaháttum. Því notum við sérstakt forrit hannað til að senda út fjöldatölvupósta. Það getur þýtt, í sumum tilfellum, að póstur lendir í ruslhólfinu. Til að tryggja að það gerist ekki og að þú fáir efnið frá okkur viljum við biðja þig að gera ráðstafanir til að tryggja að pósturinn frá okkur fari ekki í ruslið (e. whitelisting).

Einfaldasta leiðin er að bæta svth@svth.is við tengiliðalistann þinn. En það dugar ekki alltaf til svo vinsamlegast finndu tölvupóstforritið þitt í listanum hér fyrir neðan og fylgdu leiðbeiningum til að tryggja að póstarnir frá okkur fari ekki í ruslið. Það væri synd að missa af einhverju mikilvægu, gagnlegu eða áhugaverðu frá okkur. 😉

 

Outlook 20XX

Þegar þú opnar tölvupóst frá okkur ættu að birtast texti í hausnum á skilaboðunum þar sem stendur „Click here to download pictures…“. Smelltu á það og veldur, „Add Sender to Safe Senders list:“

 

Outlook.com (Outlook á netinu)

Eftir að þú hefur opnað póstinn frá okkur ættirðu að fá skilaboð sem segja „Parts of this message have been blocked for your safety.“ Smelltu á hlekkinn þar fyrir neðan þar sem stendur, „I trust svth@svth.is. Always whos content:“

 

Gmail eða G Suite (á vefnum og í snjallsímanum)

Til að póstarnir birtist í „Primary“ flipanum (en ekki í „Promotions“ eða annars staðar) þarftu að gera tvo hluti:

Dragðu tölvupóstinn frá okkur undan flipanum þar sem það birtist núna og yfir á „Primary“ flipann:

Þegar þú hefur gert það færðu skilaboð: „This conversation has been moved to Primary. Do this for all future messages from svth@svth.is?“ – veldu „Yes“.

Apple Mail (OS X og iOS tæki)

Apple Mail á OSX og póstur á iOS tækjum virkar svipað þegar kemur að því að bæta aðilum á tengiliðalistann. Veldu netfangið okkar, svth@svth.is úr From eða Reply-to í tölvupóstinum og veldu svo „Add to Contacts“ eða „Add to VIPs“. Kosturinn við að nota „Add to VIPs“ er að tölvupósturinn sem kemur frá þeim aðila fer sjálfkrafa í sérstakt VIP innbox í iOS póstinum.  Það væri okkur sannur heiður að vera VIP hjá þér. 😉