Samtök ökuskóla

Samtök ökuskóla, kt. 450312-2150, voru stofnuð 27. apríl 2011  í Húsi atvinnulífsins en innan þeirra samtaka eru fjórir stærstu ökuskólar landsins;  Nýi ökuskólinn, Ökuskólinn í Mjódd, Ökuskóli 3 og Öku- og vinnuvélaskólinn.   Samhliða stofnun Samtaka ökuskóla var  gengið í  SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu.

SVÞ og Samtök ökuskóla fara  með hagsmunagæslu fyrir  ökuskóla innan samtakanna og nær sú hagsmunagæsla til alls er varðar:

Bifhjólanám

  • Bifhjólaréttindi AM-A1-A

Almennt ökunám

  • Ökunám fyrir B réttindi
  • Ökunám í ökugerði
  • Nám fyrir leiðbeinendur í æfingaakstri

Atvinnuréttindi

  • Ökunám til atvinnuréttinda í flokkum B/far-BE-C-C1-CE-C1E-D-D1-D1E
  • Endurmenntun atvinnuréttinda í flokkum C-C1-CE-C1E-D-D1-D1E
  • Rekstrarleyfisnám atvinnuréttinda
  • Afleysinganámskeið fyrir leigubifreiðastjóra
  • ADR réttindi fyrir flutning hættulegra efna

Vinnuvélaréttindi

  • Öll vinnuvélaréttindi