Um skólana

Öku og vinnuvélaskólinn

Heimilisfang:  Þarabakka 3, 109 Reykjavík.
Sími:  5881414
Heimasíða:  www.ovs.is
Tölvupóstfang:  knutur@ovs.is

Nánar:
Öku- og vinnuvélaskólinn ehf. var stofnaður árið 2003 býður upp á öll öku- og vinnuvélaréttindi ásamt vistakstri, bifhjólanámi og fleiru. Stefna skólans er að bjóða framúrskarandi þjónustu við nemendur og er því m.a. gerð sú krafa að kennarar skólans hafi starfsreynslu á þeim tækjum sem verið er að kenna á hverju sinni. Einnig kappkostar skólin að bjóða upp á besta fáanlegan kennslubúnað bæði í kennslustofu og í verklegri kennslu. Skólinn hefur sett sér umhverfisstefnu sem inniheldur t.d. að allir kennslubílar uppfylla að lágmarki mengunarstaðalinn EURO II.

Skólinn heldur reglulega námskeið í Reykjavík og á Selfossi. Einnig er í boði að halda námskeið á öðrum stöðum eftir eftirspurn.

Nánari upplýsingar á vef skólans,  www.ovs.isÖkuskólinn í Mjódd

Heimilisfang:  Þarabakka 3, 109 Reykjavík.
Sími:  5670300
Heimasíða:  www.bílpróf.is
Tölvupóstfang:  mjodd@bilprof.is

Nánar:
Ökuskólinn í Mjódd kennir ökunemum til nær allra ökuréttinda, s.s;

  • B – réttindi (ökuskóla eitt og ökuskóla tvö)
  • Bifhjólaréttindi
  • Aukin ökuréttindi
  • Akstursbann
  • Vistakstur

Ennfremur er boðið upp á námskeið í samvinnu við Vegagerð sem haldin eru fyrir rekstrarleyfishafa í fólks- og farmflutningum og leigubílaleyfishafa. 

Nánir upplýsingar á vef skólans, www.bilprof.is


Ökuskóli 3 ehf

Kennslumiðstöð Ökukennarafélag Íslands
Heimilisfang: Borgartúni 41 (Kirkjusandi), 105 Reykjavík
Sími:  4453000
Heimasíða:  www.okuskoli3.is
Tölvupóstfang:  o3@okuskoli3.is

Nánar:
Ökuskóli3 er eini skólinn hér á landi sem býður upp á kennslu í ökugerði en öllum þeim sem hefja ökunám er skylt að ljúka slíku námi.  Ökuskóli3 er fimm kennslustundir; tvær í skrikbíl, tvær í upplifunarsetri og ein sem skiptist í upphafskynningu á námskeiðinu og umræður í lok námskeiðsins.

Nám í ökugerði, ökuskóla 3, má ekki fara fram fyrr en ökunemi hefur lokið fyrsta og öðrum hluta bóklegs náms og sem nemur 12 verklegum kennslustundum hjá ökukennara hið minnsta.  Framvísa verður ökunámsbók við komu í ökugerði.  Einnig geta allir sem hafa gild ökuréttindi sótt nám í ökugerði. 

Nánari upplýsingar á vef skólans, www.okuskoli3.is


Nýi ökuskólinn

Heimilisfang: Klettagörðum 11, Sundahöfn, 104 Reykjavík
Sími:  822-4502
Heimasíða:  www.meiraprof.is / www.velaprof.is
Tölvupóstfang: 

Nánar:
Nýi ökuskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1994 og býður upp á námskeið fyrir  bifreiðar- og vinnuvélastjóra Skilyrði fyrir inngöngu í skólann er almennt bílpróf, þ.e. fullnaðarskírteini að uppfylltum öðrum þeim reglum sem hið opinbera setur hverju sinni.   Hægt er að hefja nám 6 mánuðum áður en réttindaaldri er náð.  Aldur til réttinda á vörubifreið og vörubifreið með eftirvagni er 21 árs, á leigubifreið 20 ár en réttindi fyrir hópbifreið er hægt að taka 23 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar á vef skólans; www.meiraprof.is / www.velaprof.is