Í umfjöllun Vísis þann 4. ágúst um nýja skilmála Borgunar um veltutryggingar segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að ekki sé nokkur leið að verða við þeim. „Eins og við skiljum þetta ná þessir skilmálar til allra atvinnugreina, ekki bara ferðaþjónustunnar. Það er alveg ljóst að okkar mati að þetta eru skilmálar sem er ekki nokkur leið að samþykkja. Hvorki fyrir okkur né aðra.“

Lesa má umfjöllunina í heild sinni hér. 

Í kjölfarið bárust þær upplýsingar frá Borgun að veltutryggingin eigi eingöngu við viðskiptavini Borgunar sem fengu tölvupóst um málið. Hér má lesa framhaldsumfjöllun Vísis um málið þann 5. ágúst.