Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn fimmtudaginn 17. október sl. í Hörpu. Dagurinn er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota, en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Á vef SA er hægt að lesa nánar um verðlaunahafana.

Aðalhagfræðingur SVÞ, Ingvar Freyr Ingvarsson, flutti fyrirlestur um plastpokanotkun á Íslandi og mögulegar aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka.

Á vef SA hér má sjá upptökur frá deginum.

Og hér geturðu séð glærurnar úr fyrirlestri Ingvars Freys: Umhverfisdagur atvinnulifsins – Er plastid a leid ur budunum