UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL

Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.

Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.

Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum  sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!

Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!

Hæfnisþættir í grænni umbyltingu á norðurlöndunum

Hæfnisþættir í grænni umbyltingu á norðurlöndunum

Fimmtudaginn 23.nóvember s.l. tók María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri BGS þátt í sérstökum norrænu málþingi í beinni fyrir hönd SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, undir heitinu: SKILLS NEEDED FOR THE GREEN TRANSITION FROM A NORDIC PERSPECTIVE AND EXISTING...

Lesa meira
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins & framtak ársins 2023

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins & framtak ársins 2023

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Landsvirkjun en framtak ársins á sviði umhverfismála á Carbon Recycling...

Lesa meira
Umhverfisdagur atvinnulifsins 2023

Umhverfisdagur atvinnulifsins 2023

Á rauðu ljósi? Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023 verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember í Hörpu kl. 13:00-15:00 undir yfirskriftinni Á rauðu ljósi? Tengslamyndun tekur við milli 15:00 – 16:00. SKRÁNING Í SAL EÐA STREYMI HÉR!  Umhverfisdagur atvinnulífsins...

Lesa meira
Mikil óvissa blasir við hjá skipafélögum

Mikil óvissa blasir við hjá skipafélögum

Viðskiptablaðið birtir í blaði sínu í dag viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um þá óvissu og aukinn kostnað sem blasir við skipafélögum samkvæmt drögum að frumvarpi um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir -...

Lesa meira
Glundroði stjórnvalda í loftlagsmálum

Glundroði stjórnvalda í loftlagsmálum

Heimsmet í hættu. Stjórnvöld virðast ekki vita í hvorn fótinn þau eiga að stíga þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Glundroði ríkir. Stjórnvöld hafa undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt losunar á beinni ábyrgð Íslands sem nemur um 29% árið 2030...

Lesa meira