UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Vegna misvísandi upplýsinga um stofn bifreiðahlunninda
SVÞ og Bílgreinasambandinu bárust upplýsingar um að óljóst hefði þótt hvort draga ætti fjárhæð rafbílastyrks úr Loftslag- og orkusjóði frá kaupverði bíls við ákvörðun stofns bifreiðahlunninda. Með öðrum orðum og í dæmaskyni hvort stofn bifreiðahlunninda vegna rafbíls...
Norrænt skilagjaldakerfi í hættu – SVÞ varar við neikvæðum áhrifum nýrrar ESB reglugerðar
SVÞ og systursamtök á Norðurlöndum krefjast þess að árangri norrænna skilakerfum drykkjarvöruumbúða verði ekki fórnað vegna nýrrar umbúðareglugerðar ESB. Áhrif PPWR reglugerðar á Ísland Ákvæði nýrrar reglugerðar ESB um umbúðir (PPWR) geta haft alvarleg á íslenskt...
Fyrirkomulag kílómetragjalds skerðir skilvirkni – SVÞ varar við auknu flækjustigi
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, varar við að fyrirhugaðar breytingar á frumvarpi til laga um kílómetragjald gætu leitt til aukins flækjustigs og kostnaðar, sérstaklega m.t.t. vöruflutninga. Þetta kemur fram í nýrri grein...
Pure North hlýtur Kuðunginn 2024 – leiðandi afl í sjálfbærni og nýsköpun
Pure North Recycling, eitt af félagsaðilum SVÞ, hefur hlotið Kuðunginn 2024 – umhverfisverðlaun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins – fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum og hringrásarhagkerfi. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Pure North hafi...
Skattahækkanir á vegum ríkisins: SVÞ kallar eftir skýrleika og ábyrgð
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, vekur athygli á áformum stjórnvalda um auknar álögur á fyrirtæki og einstaklinga í tengslum við vegamál. Í nýrri grein á Vísi bendir hann á mikilvægi þess að tryggja að nýir skattar renni...
Óbreyttir styrkir til rafbílakaupa
SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og BGS benda á að orkusjóður mun áfram styrkja kaup á rafbílum með sama hætti og gert var árið 2024. Upphæðir eru óbreyttar og kaupendur geta sótt um styrk á Island.is Sjá allar nánari upplýsingar HÉR!