UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð? Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana. Rósbjörg...
Samtök atvinnulífsins | Betri heimur byrjar heima 8.desember n.k.
Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni Samtök atvinnulífsins heldur áfram göngu sinni með fundaröðinni: Betri heimur byrjar heima. Næsti streymisfundur verður miðvikudaginn 8.desember undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni. Á streymisfundinum verður...
Ölgerðin kolefnishlutlaus fyrir árið 2040
Ölgerðin, sem hefur verið í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni tekur nú enn eitt skrefið í átt að minnka kolefnisspor sitt. Mbl.is fjallar um markmið Ölgerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Ölgerðin hefur mælt og fylgst náið með losun frá...
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.
Hlutverk byggingavöruverslunar í umhverfismálum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum.
Viðtal: Orkuskipti í landflutningum
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræddi við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.