HVERT GET ÉG LEITAÐ?

Þó að SVÞ geti deilt með félagsmönnum gagnlegu efni, staðið fyrir fræðslu og vísað veginn á fyrstu skrefum fyrirtækisins þíns til umhverfisábyrgðar og sjálfbærni vitum við að flest fyrirtæki þurfa mun meiri upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð en við getum veitt. Því höfum við tekið saman á þessari síðu upplýsingar um ýmsa aðila sem veitt geta ráðgjöf og aðstoð í þessum málaflokki. Félagsmenn í SVÞ geta svo nálgast frekara efni um umhverfismál á félagasvæði SVÞ, í gegnum Þínar síður.

Er þitt fyrirtæki í SVÞ og á erindi á þennan lista? Sendu þá línu á markaðsstjórann okkar og láttu okkur vita.

Responsible Solutions á vef

Responsible Solutions

Responsible Solutions aðstoðar fyrirtæki og sveitarfélög við að innleiða nýjar áherslur í stefnu þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Fyrirtækið býður sérsniðin námskeið og þjálfun á alþjóða stöðlum og viðmiðum sem hafa verið aðlöguð að íslenskum kröfum um ófjárhagslega þætti í rekstri, ábyrgar fjárfestingar og græn verkefni. Sérfræðingar fyrirtækisins og samstarfsaðilar aðstoða við miðlun upplýsinga til hagaðila á greinargóðan og gagnsæjan hátt. Fyrirtækið vinnur að verkefnum á Íslandi, Þýskalandi og í Lúxemborg.

Vefsíða: responsible.solutions

Circular Solutions á vef

Circular Solutions

CIRCULAR Solutions er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja og aðstoðar við að flýta ferlinu í átt að sjálfbærni með betri ákvarðanatöku og beri viðskiptagreind sem skapar virði fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild.

Vefsíða: CircularSolutions.is

BravoEarth á vef

BravoEarth

BravoEarth er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki með hugbúnaðarlausn sem auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og innleiða umhverfisstefnu í starfsemi sína.

Vefsíða: bravo.earth

Podium á vef

Podium

Podium ehf. veitir stjórnendaráðgjöf og aðstoð við greiningu og mótun stefnu, innleiðingu og ímyndarráðgjöf. Podium tekur m.a. að sér að leiða fyrirtæki og sveitarfélög áfram í stefnumótun með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi og er lögð áhersla á umhverfisþætti, félagslega þætti og góða stjórnarhætti. Stefnumótun með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru sérsvið Podium.

Vefsíða: podium.is

Pure North Recycling

Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu.

Vefsíða: purenorth.is

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð

Hlut­verk Festu er að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja, stofn­ana og hverskyns skipu­lags­heilda til að til­einka sér sam­fé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og stuðla að auk­inni sjálf­bærni. Festa eyk­ur vit­und í sam­fé­lag­inu og hvet­ur til sam­starfs og að­gerða á þessu sviði.

Vefsíða: samfelagsabyrgd.is

Fenúr – fagráð um endurnýtingu og úrgang

Fenúr eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að standa fyrir faglegri umræðu um sorphirðu og endurvinnslu. Hlutverk þessa félags er miðlun traustra upplýsinga jafnframt því að eiga í alþjóðlegri samvinnu.

Vefsíða: fenur.is 

Terra

Terra starfar við flokkun og söfnun endurvinnsluefna og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.  Fyrirtækið stendur m.a. fyrir ráðgjöf og fræðslu um flokkun og endurvinnslu.

Vefsíða: terra.is

Vakinn

Vakinn er gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar. Á vef Vakans má finna ýmislegt gagnlegt efni tengt umhverfismálunum

Vefsíða: vakinn.is – og sérstaklega um umhverfismálin á vakinn.is/is/gaedakerfi/umhverfi/gatlistar

Vistvæn innkaup

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) er samstarfsvettvangur opinberra aðila um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Á vefnum má finna ýmislegt gagnlegt efni.

Vefsíða: vinn.is

Fræðslupakki Festu 2021

Fræðslupakki og verkfærakista Festu fyrir umhverfis og loftslagsstefnu

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, hefur gefið út heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu sem gerir litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftslagsmálum.

Þessi heildstæði pakki gerir notendum kleift að setja sér stefnu, markmið og mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og er aðlagað að íslenskum raunveruleika með raundæmum úr íslensku atvinnulífi.

Markmið Festu er að það sé engin fyrirstaða fyrir því að hefja vegferð í loftslags- og umhverfisvænum rekstri.

SVÞ hvetur aðildarfyrirtæki sín til að kynna sér og nýta fræðsluna og verkfærakistuna, sem nálgast má hér:  Samfelagsabyrgd.is/frettir/fraedslupakki-gjof-fra-festu

Græn skref

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.  Á vefnum má finna ýmislegt gagnlegt efni sem getur ekkert síður nýst fyrirtækinu þínu en ríkisstofnunum. 

Sem dæmi má nefna gátlista, veggspjöld og ýmiskonar ítarefni.