Umhverfisvænni verslun – hvað er hægt að gera?

Umhverfisvænni verslun – hvað er hægt að gera?

Umhverfisstofnun býður upp á klukkutíma fund þar sem fara á yfir nokkur atriði sem verslanir geta tileinkað sér til að draga úr umhverfisáhrifum. Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um plastpokanotkun, plastumbúðir og matarsóun og Umhverfisstofnun ætlar að kynna fyrir versluninni ýmsar launsir sem eru í boði, bæði hvað varðar vöruúrval og rekstur.

Meðal umræðuefnis:
Hvernig kem ég vörunum heim?
Umbúðanotkun
Svansvottaðar dagvöruverslanir
Umhverfisvottaðar vörur
Matarsóun
Grænni verslunarrekstur – samskipti við birgja

Fram kemur hópur með breiða þekkingu á umhverfismálum:
Guðrún Lilja Kristinsdóttir
Hildur Hreinsdóttir
Birgitta Stefánsdóttir
Hólmfríður Þorsteinsdóttir

SKRÁNING - Umhverfisvænni verslun - hvað er hægt að gera?

Fræðslufundur föstudaginn 8. júní, kl. 8.30 - 9.30, Kvika, fundarsalur á 1.hæð. Borgartún 35. Morgunverður í boði frá kl. 8.00