Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um stytt­ingu opn­un­ar­tíma versl­ana komi reglu­lega upp í sam­fé­lag­inu, en að hún virðist sí­fellt meira áber­andi.

Hann seg­ir marga þætti spila inn í aukna umræðu um mál­efnið og nefn­ir sem dæmi launa­kostnað, breytt viðskipta­mynst­ur og breytta neyslu­hegðun. Þegar allt þetta komi sam­an sé þörf­in fyr­ir langa opn­un­ar­tíma minni.

Þá ítrekar Andrés að hins veg­ar að sam­tök­in sjálf taki ekki af­stöðu eða leggi nein­ar lín­ur varðandi mál­efnið vegna sam­keppn­islaga, og sé það und­ir hverju og einu fyr­ir­tæki að ákv­arða eig­in opn­un­ar­tíma.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ