Þann 22. janúar var haldinn Menntamorgunn atvinnulífsins þar sem haldið var áfram að fjalla um rafræna fræðslu.

Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins fór yfir vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu, hvert fyrirtækið er komið, hverju það hefur breytt og þau tækifæri sem þau sjá búa í rafrænni fræðslu.

Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Taekninám.is ræddi helstu áskoranir og lærdóm sem fyrirtækið hefur dregið af því að framleiða stafrænt námsefni síðustu tvö ár.

Og að lokum var erindi Ingu Steinunnar Björgvinsdóttur, markaðsstjóra Promennt og Bryndísar Ernstdóttur, ráðgjafa á mannauðssviði Advania þar sem fram komu hugleiðingar og hagnýt atriði í gerð rafræns fræðsluefnis.

Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan: