Hér má sjá upptökur af fyrirlestrum frá vefverslunarráðstefnunni Vöxtur og bestur vefverslana sem haldin var 1.-5. febrúar 2021 í samstarfi við félagsfólk okkar í KoiKoi.
Tæplega 650 manns skráðus sig til leiks og vakti ráðstefnan mikinn áhuga og var afar vel tekið.
Netverslun hefur aukist gríðarlega í kjölfar COVID-19. Fulltrúar SVÞ hafa áður lýst ánægju sinni með þróunina en jafnframt áhyggjum af gæðum netverslunar þegar margir flýta sér í þá vegferð sökum ástandsins. Því var ákveðið, í samstarfi við vefverslunarsérfræðingana í KoiKoi að efna til veglegrar vefverslunarráðstefnu sem opin yrði öllum endurgjaldslaust á netinu með því markmiði að efla gæði íslenskrar netverslunar. Innan SVÞ er fjöldi aðildarfyrirtækja með sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sem tengjast netverslun og því hæg heimatökin að fá góða aðila til að fjalla um þessi mál.
„Það er ljóst að ímynd íslenskrar netverslunar byggist á gæðum allra netverslana hérlendis, smárra sem stórra, og sú ímynd hefur áhrif á upplifun viðskiptavina af íslenskri vefverslun og þar með velgengni hennar í heild. Það er því ekki nóg fyrir okkur að fræða félagsmenn okkar um þessi mál, heldur þurfum við að breiða boðskapinn víðar, og þetta er ein leiðin til þess.“ sagði Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ. Hún benti á að þetta sé þó aðeins lítið brot af því sem samtökin geri til að efla íslenskar verslanir, þó að þetta sé mikilvægt innlegg.
„Íslensk verslun mætir síharðnandi samkeppni frá erlendum netverslunarrisum og eina leiðin til að mæta því er með því að efla íslenskar netverslanir svo að innlendir neytendur sjái þær sem vænlegan kost. Okkur er því ljúft og skylt að styðja við greinina í heild, enda hagsmunir íslenskrar verslunar, og fjölda starfa innan hennar, í húfi.“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtakanna.
Þróun í vefverslun 2018-2020
Edda Blumenstein PhD, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar og ráðgjafi hjá BeOmni
Ef þú ert með vefsíðu, þá ertu með vefverslun!
Elvar Örn Þormar, meðstofnandi KoiKoi
Fjárfesting í upplifun skapar árangur
Björgvin Pétur Sigurjónsson, Creative Director hjá Jökulá
Með næstu 100 ár í huga. Vefur fyrir krefjandi aðstæður.
Þórunn Edwald, vefstjóri 66 Norður
Efnisbestun vörusíðna
Arna Gunnur Ingólfsdóttir, Head of Digital hjá WebMo design
Building Community with Owned Marketing Channels
Phil Greenwood, Senior Account Manager, EMEA, Klaviyo
Lekur trektin?
Sigurður Svansson, eigandi og Head of Digital hjá Sahara
Að þora að byrja
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar
Leynitrikk markaðskonu, frá gulrótum til sigurs!
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins
Leitin að nálinni – leitarvélabestun fyrir vefverslanir
Davíð Arnarson, ráðgjafi hjá Datera
Auglýsingaherferðir sem mala gull fyrir netverslanir
Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera
Kostaðar aðgerðir á samfélagsmiðlum
Arnar Gunnarsson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Digido
Data and Automation in Reporting: the New Competitive advantage
Meaghan Connell, CEO, Praxis
CRO: Bestun á vefverslunum
Hörður Ólafsson, CEO, KoiKoi
Síðasta skrefið: Afhendingar sem hluti af upplifun viðskiptavina
Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp.is
Vöxtur Aurum á netinu
Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum
2 milljarðar viðskiptavina: Tækifæri íslenskra netverslana á alþjóðlegum markaði
Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri og Hrafn Kristjánsson, Key Account Manager, DHL Express á Íslandi
Vefverslun – meira en bara sölukanall…
Edda Blumenstein PhD, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar og ráðgjafi hjá BeOmni
Við mælum líka með eftirfarandi efni fyrir vefverslunarfólk…
Af hverju er áskorun að stinga þjónustu eða verslun á vefnum í samband?
Einar Þór Bjarnason, ráðgjafi hjá Intellecta
Hvernig getum við keppt við erlendu risana?
Edda Blumenstein PhD, ráðgjafi hjá BeOmni
Tækifæri fyrir íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki til að bæta sig
Hreiðar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Datera og Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ
Vefverslun – aukinn vöxtur með leitarvélabestun
Styrmir Másson, Performance Marketing Manager hjá Planday í Danmörku
Netverslunaraðstoð
Nokkrir góðir aðilar sem geta aðstoðað þig með vefverslunina þína og við að koma henni á framfæri á netinu!
Á þitt fyrirtæki heima á þessum lista? Sendu þá línu á markaðs- og kynningarstjóra SVÞ og láttu vita!
Aldeilis
Akademias
Menntun og fræðsla, m.a. um netverslun og markaðssetningu á netinu.
BeOmni
Sérhæfð ráðgjöf fyrir verslun og þjónustu
Datera
Stafræn markaðssetning, gagnadrifnar og sjálfvirkar auglýsingaherferðir
DHL Express
Dreifingarþjónusta
Digido
Stafræn gagnadrifin markaðssetning
Dropp.is
Dreifingaþjónusta
Jökulá
Hönnunarstofa með áherslu á notendaupplifun
KoiKoi
Sérfræðingar í vefverslunum, stafræn markaðssetning
TVGXpress
Sahara
Stafræn markaðssetning, vefsíðugerð, vörumyndataka
WebMo design
Vefhönnun, stafræn markaðssetning, app þróun