Varnir gegn vágestum

Rán og hnupl aukast stöðugt í verslunum, söluturnum, bensínstöðvum og hjá öðrum verslunarfyrirtækjum. Slíkir atburðir hafa í för með sér ótta og vanlíðan meðal starfsmanna og viðskiptavina sem verða fyrir þeim. Þess vegna hafa SVÞ ásamt lögreglunni í Reykjavík hrundið af stað verkefninu Varnir gegn vágestum til að fyrirtækin geti betur tryggt sig gegn þjófnuðum og ránum og þeim skaða sem því fylgir.

Verslanir sem taka þátt í verkefninu Varnir gegn vágestum minnka áhættuna á rýrnun vegna þjófnaða. Verkefnið byggir á því að allir starfsmenn taki þátt í því. Það eykur hæfni og öryggi starfsmanna.

Verslunarkeðjur, olíufélög einstaka verslanir og þjónustufyrirtæki hafa þegar fengið slík námskeið fyrir starfsmenn sína og hlotið vottun lögreglunnar á sölustaði. Hnupl og innbrot eru færri hjá þessum aðilum en ýmsum öðrum.

Verkefninu er skipt í þrjá hluta, öryggisbúnað, öryggisfræðslu og vottun. Hér fyrir neðan er lýsing á innihaldi hvers hluta verkefnisins:

con00204_661.jpg1. Nauðsynlegum öryggisbúnaði komið upp

 •  Seðlageymsla með tímaseinkunarlás
 •  Læstur afgreiðslukassi
 •  Peningaskápur
 •  Gægjugat á bakdyrum
 •  Auka símasamband/farsími
 •  Hæðarmerkingar við útidyr


2. Öryggisfræðsla til allra starfsmanna – ca. 2-3 klst.

 •  Hnupl
 •  Greiðslukort og notkun þeirra
 •  Rán
 •  Vátryggingar
 •  Peningar
 •  Öryggi og umhverfi
 •  Rýrnun
 •  Aðrar upplýsingar og gögn
 •  Innbrot
 •  Daglegar öryggisreglur
 •  Áfallahjálp


3. Vottun

 •  Úttekt lögreglu
 •  Merki límt í glugga við útidyr

 
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Guðjónsdóttir hjá SVÞ í síma 511 3000 eða með tölvupóst til sigridur@svth.is.