SKILMÁLAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU UM NOTKUN Á VEFKÖKUM (E. COOKIES)
1. HUGTAKIÐ VEFKAKA (E. COOKIES)
Við netnotkun getur lítil textaskrá verið sett inná tölvur notenda eða önnur snjalltæki þeirra þegar vefsvæði SVÞ, www.svth.is, er heimsótt í fyrsta skipti. Slíkar textaskrár eru kallaðar vefkökur (eða cookies á ensku). Textaskráin er varðveitt á vefvafra notenda og vefur SVÞ þekkir skrána. Gögn í textaskránni má t.d. hagnýta til að fylgjast með hvernig notendur vafra um vefsvæðið, í því skyni að bæta þjónustuna. Vegna þessa er SVÞ mögulegt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda og getur þar að leiðandi auðveldað notendum aðgang að ýmsum aðgerðum. Vefkökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar um dagsetningar.
2. NOTKUN SVÞ Á VEFKÖKUM
Samþykki notandi skilmála SVÞ um notkun á vefkökum, hafa samtökin m.a. heimild til þess að:
- auðkenna notendur sem hafa áður heimsótt vefinn og sníða leit og þjónustu við notendur til samræmis við auðkenninguna,
- auðvelda notendum að vafra um vefsvæðið, t.d. með því að geyma upplýsingar um fyrri aðgerðir,
- efla og vinna að framförum þjónustu vefsvæðisins með því að hafa upplýsingar um notkun hennar,
- birta notendum tilkynningar og
- geyma og senda tilkynningar um fjölda notenda og hve oft vefsvæðið er heimsótt.
3. SLÖKKVA Á NOTKUN Á VEFKÖKUM
Notendum er alltaf mögulegt og heimilt að stilla netvafra sína að hægt sé að slökkva á notkun á vefkökum, svo þær vistast ekki eða netvafrinn óskar eftir heimild notenda fyrst. Getur slík því dregið úr aðgangi að ákveðnum síðum á vefsvæðinu eða að vefsvæðinu að öllu leyti.
4. HVERSU LENGI ERU VEFKÖKUR Á TÖLVUM/SNJALLTÆKJUM NOTENDA?
Heimilt er að geyma vefkökur í tölvum notenda í að hámarki 6 mánuði, frá því að notandi heimsótti síðast vefsíðu SVÞ.
5. MEÐFERÐ SVÞ Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Farið verður með allar persónuupplýsingar sem verða til við notkun á vefkökum í samræmi við persónuverndarlög. SVÞ er annt um öryggi þitt og því hvetja samtökin þig að kynna þér persónuverndarstefnu SVÞ.