International Franchising Expo, 11.-13. apríl 2008

Sendiráð Bandaríkjanna býður aðildarfyrirtækjum SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu taka þátt í sendinefnd á þeirra vegum sem mun fara á International Franchising Expo 2008. Sýningin verður haldin í Washington, DC, dagana 11. – 13. apríl 2008. Á sýningunni gefst gestum kostur á að hitta yfirmenn og eigendur þeirra hundruða sérleyfa sem verið er að sýna, sækja  fyrirlestra auk þess að verða sér úti um tengsl við seljendur sem geta hjálpað til við að hefja rekstur undir viðskiptasérleyfi á Íslandi.

Sendiráðið mun halda fund fyrir áhugasama þátttakendur þann 29. janúar næstkomandi klukkan 17.00 í sendiráði Bandaríkjanna að Laufásvegi 21 í Reykjavík.

Skráning og frekari upplýsingar eru gefnar í gegnum póstfangið: reykjavikeconomic@state.gov Þetta netfang er varið fyrir rusltölvupósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það merkt (subject) IFE2008 eða í síma 562-9100. Auk þess má fá frekari upplýsingar hjá Sigríði Önnu Guðjónsdóttur hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu í síma 511-3000 eða á póstfanginu sigridur@svth.is.