Kostir

Viltu freista gæfunnar?
Ert þú einn þeirra sem dreymir um að stofna eigið fyrirtæki en lætur ekki verða af því vegna þess að þig skortir góðar viðskiptahugmyndir og telur áhættuna vera of stóra?

Þá er viðskiptasérleyfi e.t.v. eitthvað fyrir þig. Á Íslandi eru a m k 100 fyrirtæki sem rekin eru með viðskiptasérleyfi. Mikið framboð er á sérleyfum um allan heim og sífellt fleiri fyrirtæki innanlands vilja selja sérleyfi á viðskiptahugmynd sinni.

Viðskiptasérleyfi felur í sér að fyrirtæki, sérleyfisgjafinn hafi þróað viðskiptahugmynd sem hefur sannað ágæti sitt í raun. Sérleyfisgjafinn leitar uppi einstaklinga eða fyrirtæki sem vilja greiða leyfisgjald fyrir að nota viðskiptahugmynd sína til að setja á stofn sambærilegt fyrirtæki annarsstaðar. Sérleyfistakinn fær þá að nota upphaflega nafn og vörumerki fyrirtækisins og nýtur um leið ákveðinnar þjónustu frá sérleyfisgjafanum.

Kostir fyrir sérleyfistakann:

 • Aðgangur að viðskiptahugmynd sem hefur verið þaulreynd og hefur sannað ágæti sitt
 • Þjálfun og aðstoð við að hefja reksturinn
 • Þú færð að nota velþekkt vörumerki
 • Samstarf sérleyfistaka og -gjafa felur í sér kosti stórfyrirtækis þó svo að um sé að ræða rekstur á litlu fyrirtæki
 • Samstarf á sviði viðskiptasérleyfis er um leið þátttaka í netsamstarfi fólks með sambærilegan rekstur
 • Viðskiptasérleyfi skapar forsendu fyrir árangursríku fyrirtæki með litla áhættu


Ókostir fyrir sérleyfistakan:
Forsenda fyrir því að viðskiptasérleyfið skili tilætluðum árangri er að sérleyfistakinn starfir samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum og hefur því takmarkað frelsi til að haga reglunum að eigin vild.
Þú mátt gera ráð fyrir því að þurfa að verja miklum tíma í að koma fyrirtækinu af stað líkt og við stofnun annarra fyrirtækja
Verkaskipting milli sérleyfisgjafa og sérleyfistaka ræðst af því hvað skilar bestum árangri. Sérleyfisgjafinn tekur að sér yfirgripsmeiri verkefni, eins og að leita nýrra og hagkvæmari birgja, sjá til þess að vöru/þjónustu framboðið sé endurnýjað, veita sérleyfis-takanum fræðslu og upplýsingar o.fl.

 • Sérleyfistakinn tekur að sér eftirfarandi verkefni:
 • Hefur umsjón með tengslum við viðskiptavini og sölustarf
 • Mótar starfsumhverfi sem hvetur til aukinnar sölu
 • Velur hentuga birgja og aðra samstarfsaðila
 • Heldur hæfilega stóran lager með fjölbreyttu og góðu úrvali, þegar um er að ræða sölu á vörum
 • Ber ábyrgð á ýmsum stjórnunarlegum þáttum starfseminnar


Viðskiptasérleyfi í hnotskurn
Viðskiptasérleyfi er aðferð til að markaðssetja vörur og þjónustu þar sem eitt fyrirtæki, sérleyfisgjafinn, hefur þróað árangursríka viðskiptahugmynd. Sérleyfisgjafinn býður einum eða fleirum einstaklingum eða fyrirtækjum réttinn að notfæra sér viðskiptihugmyndina á öðru markaðssvæði.

Sérleyfistakar fá aðstoð við að koma rekstrinum af stað auk stuðnings og þjónustu við áframhaldandi rekstur. Þeir fá einnig rétta til að nota nafn sérleyfisgjafans og að nota þekkingu (know-how) og reynslu sem til er. Kveðið er á um í hverju samstarf sérleyfisgjafans og sérleyfistakans er fólgið í samningi sem þessir aðilar gera með sér. Sérleyfistakinn greiðir leyfisgjald og reglulegar greiðslur fyrir að nota viðskiptahugmyndina, þekkinguna, stuðning og þjónustu sem hann fær. Þessar greiðslur eru venjulegar miðaðar við veltu fyrirtækisins. Sérleyfistakinn greiðir þess utan sjálfur annan rekstrarkostnað. Stöðugt fleiri fyrirtæki kjósa að breikka starfsemi sína með því að bjóða öðrum að kaupa viðskiptasérleyfi. Það býður upp á ýmsa kosti:

 • Hraðir vaxtarmöguleikar
 • Áhættufjármagn frá sérleyfistökum
 • Áhugasamir samstarfsmenn
 • Árangursríkt markaðsstarf
 • Miðlæg stjórnun


Fullyrða má að vel rekið viðskiptasérleyfiskerfi hvíli á sameinuðum styrkleika upphaflega fyrirtækisins, velþekkts vörumerkis, mannauðnum og reynslunni.