Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og jafnframt verkefnastjóri í þeim verkefnum sem snúa að stafrænni þróun, var í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þriðjudaginn 27. október.
Í viðtalinu ræddi hún stöðu Íslands í stafrænni þróun og sameiginlega hvatningu og tillögur SVÞ og VR til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Sjá meira um það hér.
Þóranna sagði Ísland standa aftarlega í nýtingu stafrænnar tækni m.a. í atvinnulífinu og menntakerfinu, og ræddi einkum skort á stafrænni hæfni almennt, hvort sem er meðal stjórnenda, starfsfólks eða almennings. Hún sagði jafnframt nauðsynlegt að bregðast við með markvissum aðgerðum til að tryggja samkeppnishæfni Ísland og að halda uppi þeim lífsgæðum, velmegun og atvinnustigi sem við erum almennt vön hérlendis og viljum halda í.