Hjálpum til í samkomubanni
verslum tímanlega fyrir páskana til að dreifa álagi á verslanir
Og munum að haga okkur í búðinni
Höfum einnig eftirfarandi í huga:
- Verum skipulögð og gerum innkaupalista áður en farið er að versla – það sparar tíma og tryggir að ekkert gleymist svo ekki sé þörf á fleiri verslunarferðum en nauðsynlegt er.
- Sendum aðeins einn aðila í búðina. Hér hjálpar listinn einnig til að tryggja að allir fá það sem þeir þarfnast þó að einungis einn sjái um innkaupin.
- Virðum tilmæli starfsfólks. Bíðum t.d. þolinmóð við inngang ef að hámarksfjöldi er inni í versluninni.
- Í verslunum upp að eitt þúsund fermetrum mega vera allt að 100 manns og svo einn viðskiptavinur fyrir hverja 10 fermetra umfram það – en þó að hámarki 200 manns.
- Sótthreinsum hendur áður en haldið er inn í verslunina, af og til á meðan verslað er og eftir að afgreiðslu lýkur. Verslanir eiga að bjóða upp á sótthreinsivökva við inngang, sem víðast um verslunina, og við afreiðslukassa.
- Höldum 2m fjarlægð frá næstu manneskju alls staðar inni í versluninni hvort sem um ræðir viðskiptavini eða starfsfólk – það á líka við í röðum og við afgreiðslukassa.
- Síðast en ekki síst, tökum góða skapið og þolinmæðina með í verslunarferð og munum að brosa því það gerir allt svo miklu léttara!
