Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir merki um sam­drátt ekki kom­in fram. Hins veg­ar sé tölu­verð óvissa í kort­un­um, ekki síst varðandi kjara­samn­inga.Til­efnið er um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu síðusta daga um vís­bend­ing­ar um að farið sé að hægja á hag­kerf­inu.Andrés seg­ir að þvert á móti hafi velt­an í versl­un auk­ist í janú­ar til maí miðað við sömu mánuði í fyrra.

Aukn­ing á flest­um sviðum

Máli sínu til stuðnings vís­ar hann til sam­an­tekt­ar Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt henni jókst versl­un um rúma 17 millj­arða á tíma­bil­inu. Velt­an jókst í flest­um grein­um versl­un­ar en sam­drátt­ur varð í bygg­ing­ar­vöru­versl­un­um og hjá versl­un­um með hús­búnað. Andrés seg­ir að þótt kaup­mátt­ur fari lækk­andi hér á landi sjá­ist áhrif­in ekki í veltu­töl­um.„Þrátt fyr­ir allt er kaup­mátt­ur enn hár í sögu­legu sam­hengi, en það er göm­ul saga og ný að versl­un­in sem at­vinnu­grein finn­ur mjög fljótt fyr­ir áhrif­um veru­legr­ar kaup­mátt­ar­skerðing­ar,“ seg­ir Andrés. Íslensk versl­un standi þó bet­ur en versl­un víða í Evr­ópu.

SMELLTU HÉR til að lesa greinina inn á MBL.is