Áskoranir stjórnenda á tímum gervigreindar og annarra breytinga á vinnumarkaði

Áskoranir stjórnenda á tímum gervigreindar og annarra breytinga á vinnumarkaði – og hvernig má takast á við þær

Fyrir stjórnendur og leiðtoga í verslunar og þjónustugreinum.

Hvernig er gervigreindin, almenn tækniþróun, alþjóðavæðing, fjölmenning, umhverfismál, aukið langlífi, fjölgun kynja, fjölgun fjölskyldugerða og breyttar hugmyndir fólks um vinnu að breyta kröfum til stjórnenda og vinnustaða í dag – af hverju virkar ekki bara að stjórna eins og stjórnað hefur verið hingað til?

Á þessari vinnustofu sem verður haldin í beinni á Zoom, verið farið yfir helstu áhrif þessara breytinga á störf stjórnenda og kröfur til framtíðarleiðtoga, hvernig nýtum við gervigreindina við stjórnun, eða munum við ekki nýta hana við stjórnun?

Umræður um þessar áskoranir og hvernig við getum nýtt þær til að gera störf stjórnenda enn áhrifaríkari, til aukins árangurs og ánægju fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Fyrirlesari:
Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfi, frumkvöðull og alls konar annað.

Um Herdísi Pálu: 
Herdís Pála hefur unnið við mannauðsmál og stjórnun með ýmsum hætti frá árinu 2000. Síðasta áratug hefur hún sérstaklega einbeitt sér að því að læra um og fylgjast með öllu því er varðar framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuumhverfis, vinnuafls og vinnumarkaðar. Hún átti hlutdeild að rannsókn hér á landi árið 2021 sem m.a. er fjallað um í bókinni Völundarhús tækifæranna, sem hún skrifaði ásamt öðrum og kom út í september 2021.

Herdís Pála hefur flutt erindi um málefnið bæði hér innanlands sem á alþjóðlegum viðburðum. Hún vinnur nú, að smíði hugbúnaðarins Opus Futura sem styður við breytingar á vinnumarkaði.

SKRÁNING HAFIN!

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smelltu hér fyrir aðild.

Dagsetning

6.september, 2023

Tími

08:30 - 09:30

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn