Auka aðalfundur Stafræna hópsins. SVÞ auglýsir eftir formanni til setu í stjórn um stafræn viðskipti
SVÞ auglýsir eftir formanni til setu í stjórn um stafræn viðskipti
Innan SVÞ starfar faghópurinn Stafræn viðskipti á Íslandi sem gætir hagsmuna félagsmanna tengt öllu sem varðar stafræn mál og þróun (e. digital transformation). Hópurinn heldur einnig út Facebook hóp þar sem stafrænu málin eru rædd og miðlað er gagnlegu efni og upplýsingum sem málinu tengjast.
Hlutverk hópsins er að:
- – kortleggja tækifæri stafrænnar verslunar og þjónustu á Íslandi til að hámarka samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði.
- – gæta hagsmuna innlendrar netverslunar og -þjónustu.
- – þrýsta á að stjórnvöld styðji við bakið á stafrænni verslun og þjónustu.
- – standa fyrir fræðslu um stafræna verslun og þjónustu.
- – safna og miðla gögnum og þekkingu um stafræna verslun og þjónustu og þrýsta á stjórnvöld að safna slíkum upplýsingum þar sem við á/hægt er.
- – fylgjast með hvaða breytingar eru í gangi í löndunum í kringum okkur og miðla til félagsmanna.
Stjórnarmeðlimir stafræna hópsins eru eftirfarandi:
- – Meðstjórnandi til 2 ára (kosin 2020): Ósk Heiða Sveinsdóttir, Pósturinn
- – Meðstjórnandi til 2 ára (kosinn 2020): Hannes A. Hannesson, TVGXpress
- – Meðstjórnandi til 2 ára (kosin 2021): Hanna Kristín Skaftadóttir, Háskólinn á Bifröst
- – Meðstjórnandi til 2 ára (kosinn 2021): Elvar Örn Þormar, KoiKoi
- – Varamaður til 2 ára (kosinn 2020): Guðmundur Arnar Þórðarson, Intellecta
- – Varamaður til 1 árs (kosin 2021): Dagný Laxdal, Já
Eftirfarandi stjórnarsæti er laust:
- Formaður til tveggja ára (það sem eftir líður af kjörtímabili fráfarandi formanns)
Sérstakur auka aðalfundur verður haldinn 17.desember 2021 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, Salur: Hóll og hefst fundurinn kl. 08:30.
UPPFÆRT 14.DESEMBER 2021
Framboðsfrestur rann út 10.desember 2021
SVÞ bárust eftirtalið framboð til formanns stjórnar faghóps starfræn viðskipti á Íslandi;
– Guðmundur Arnar Þórðarsson, leiðtogi upplýsingaráðgjafar hjá Intellecta
SJÁ NÁNAR
Framboð til formanns faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi (1)