Bílgreinar á sjálfbærri vegferð

Bílgreinar á sjálfbærri vegferð

Bílgreinar á sjálfbærri vegferð

Hvað er sjálfbærni og hvers vegna er hún mikilvæg fyrir fyrirtæki í bílgreinum?

Fáar, ef einhverjar iðngreinar hafa breyst jafn hratt á skömmum tíma og bílgreinin, ekki á þetta einungis við um breytingu ökutækjanna heldur einnig því umhverfi sem fyrirtæki innan bílgreina starfa. Þar má nefna auknar kröfur sem eru gerðar til allra fyrirtækja um lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og vaxandi þörf er á hæfu starfsfólki og símenntun í takti við ný viðfangsefni, eru kröfur neytenda að breytast.

Allt þetta snertir sjálfbærni í rekstri fyrirtækja og eru fyrirtæki í bílgreinum ekki undanskilin.

Miðvikudaginn 8.mars n.k. fáum við sérfræðinga KPMG í sjálfbærnismálum til að deila með okkur í beinni á Zoom hvað fyrirtæki í bílgreinum geta gert í sjálfbærnismálum.

Um fyrirlesarana, sérfræðingar KPMG.
Helena W Óladóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG
Lára Portal, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG

Sjálfbærniteymi KPMG aðstoðar fyrirtæki og félög við innleiðingu sjálfbærni í starfsemi sinni. Helena W. Óladóttir og Lára Portal, sem báðar starfa sem sérfræðingar í sjálfbærni á ráðgjafasviði KPMG, hafa víðtæka reynslu af ráðgjöf um sjálfbærni og umhverfis- og gæðastjórnun hjá fyrirtækjum af öllum stærðargráðum. Helena er sérfræðingur í innleiðingu gæðakerfa og umhverfisvottana og Lára er með meistaragráðu í stjórnun fyrirtækja í skapandi iðngreinum.

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ (BGS – Bílgreinasambandsins)
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!

Dagsetning

8.mars, 2023

Tími

08:30 - 09:30

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn